Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:00 Donald Trump mun ræða við þingmenn Repúblikana um nýtt frumvarp sem myndi slaka á stefnu stjórnar hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00