Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. júní 2018 14:56 Myndin er sviðsett en myndir af raunverulegum Xanax töflum eru neðar í fréttinni Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. Um er að ræða innfluttar bandarískar og ástralskar töflur eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mikið magn hafi nýlega komið frá Ástralíu. Þá eru einhver dæmi um falsaðar Xanax töflur sem eru pressaðar af óprúttnum aðilum og geta innihaldið allskyns hættuleg efni.Íslenskur sölumaður með Xanax töflur í boðiVísirInnihaldsefnið í raunverulegum Xanax töflum er Alprazolam, sem er róandi lyf og lyfseðilsskylt á Íslandi. Yfirleitt er það afgreitt undir nafninu Tafil í apótekum hér á landi. Það hefur ekki ósvipaða virkni og Valíum en er töluvert sterkara. Töflurnar ganga kaupum og sölum á netinu, eru ílangar og innihalda tveggja milligramma skammt. Hver tafla kosta um 2 þúsund krónur í lausasölu á svörtum markaði en verðið lækkar hratt þegar keypt er í magni og dæmi eru um 50% magnafslátt. Efnið er gríðarlega sterkt og ein 2mg tafla getur rotað óvana, sérstaklega ef áfengi er haft um hönd á sama tíma. Þá getur neyslan framkallað ruglástand og langvarandi minnisleysi.Sölumaður býður magnafsláttVísirBandaríski rapparinn Lil Peep lést meðal annars vegna neyslu Xanax seint á síðasta ári. Amy Winehouse var með lyfið í líkamanum þegar hún lést og sömu sögu má segja um leikkonuna Brittany Murphy og plötusnúðinn DJ AM. Ástæða þess að lyfið kemur við sögu í svo mörgum dauðsföllum er að það hægir mjög á öndun og getur auðveldlega valdið öndunarstoppi og dauða, sérstaklega ef þess er neytt með áfengi eða öðrum vímugjöfum. Auk Xanax virðist stóraukið framboð á Oxycontin töflum á svörtum markaði hér á landi undanfarið. Það er sterkt morfínskylt lyf og hefur verið kallað „sveitalubba-heróín“ í Bandaríkjunum, enda áhrifin nánast þau sömu og af heróíní. Oxycontin töflurnar hafa lengi gengið kaupum og sölum hér á landi og var talað um að fíklar keyptu þær oft af krabbameinssjúklingum. Framboðið nú er hins vegar svo mikið að hægt er að útiloka að stór hluti af því komi frá íslenskum apótekum. Þá hefur verið mikið um Oxycontin töflur í umferð sem merktar eru með spænskum texta á umbúðunum og því væntanlega fluttar inn frá Spáni eða rómönsku Ameríku.Oxycontin með spænskum texta, í þessu tilviki er framleiðandinn lyfjafyrirtæki á SpániVísir
Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira