Sjónvarpsmógúllinn Oprah Winfrey hefur skrifað undir framleiðslusamning við stórfyrirtækið Apple. Oprah og Apple munu framleiða efni í sameiningu í takt við nýja stefnu Apple í áttina að aukinni sjónvarpsþáttaframleiðslu.
Samningur Oprah og Apple er einn af mörgum sem tæknirisinn hefur gert við stór nöfn innan skemmtanabransans. Upp á síðkastið hefur Apple hafið framleiðslu á mörgum nýjum sjónvarpsþáttum og hlaðvarpsþáttum.
Ekki er komið nákvæmlega í ljós hvers konar efni sjónvarpsgoðsögnin mun framleiða fyrir Apple, en miðað við reynslu hennar og fjármagn Apple, ætti það ekki að valda almenningi vonbrigðum.

