Getur pillan valdið depurð? Elín Albertsdóttir skrifar 15. júní 2018 06:00 Táningsstúlkur sem taka inn hormónagetnaðarvörn gætu fundið fyrir depurð eða öðrum geðröskunum samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira