Varar við kynlífi með útlendingum á HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:27 Þúsundir stuðningsmanna af öllum kynjum og kynþáttum flykkjast nú til Rússlands. Vísir/AP Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira