Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 2-0 │Blikarnir stigi frá toppnum Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2018 22:00 Breiðablik vann Fylki í mjög fjörugum leik í níundu og síðustu umferðinni fyrir HM-hlé fyrr í kvöld. Fylkir má vera ósátt að hafa ekki fengið allavega eitt stig úr leiknum en þeir voru strekari aðilinn í fyrri hálfleik og í blábyrjun þess seinni. Það getur hinsvegar verið rándýrt að nýta ekki færin sem bjóðast í þessari bráðskemmtilegu Pepsi-deild. Leikurinn endaði með sigri Blika, eins og áður segir, með tveimur mörkum gegn engu en það voru þeir Andri Rafn Yeoman og Willum Þór Willumsson sem sáu um markaskorunina en fyrra markið kom á 65. mínútu og það seinna á 81. mínútu. Willum hafði að auki lagt upp markið fyrir Andra og átti prýðisdag út á kantinum fyrir Breiðablik.Afhverju vann Breiðablik? Þeir nýttu sín færi þegar þau gáfust, Fylkismenn fengu aragrúa færa í byrjun leiks og hvorki fleiri né færri en 18 hornspyrnur sem nýttust ekki nema einu sinni, ef svo má segja, en á þá komu þeir boltanum yfir línuna en markið var dæmt af. Gunnleifur Gunnleifsson átti þá einnig góðan dag og sá um það sem hann þurfti að sjá um. Blikar sýndu það líka að þeir hafa yfir miklum gæðum að búa og þegar þeir náðu að byggja upp sóknir og komast í skyndisóknir voru þeir skeinuhættir. Blikar áttu t.d. tvö skot í slána í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Það voru tveir hlutir sem gengu illa. Í fyrsta lagi þá var það sóknarleikur Fylkismanna sem gekk illa eða öllu heldur færanýting þeirra. Þeir áttu mjög auðvelt með að koma sér í færi, sérstaklega í fyrri hálfleik, en þegar kom að því að reka smiðshöggið þá var naglinn ekki alltaf hittur á höfuðið. Í öðru lagi þá gekk varnarlínu Blika oft á tíðum í fyrri hálfleik mjög illa að koma boltanum frá sér og gáfu boltann allt of oft frá sér á hættulegum stöðum sem sköpuðu Fylkismönnum greiða leið inn í vítateig heimamanna. Gulla Gull og illa reimuðum skotskóm gestanna er það að þakka að Blikar voru ekki undir í hálfleik og þar með í séns á að taka öll stigin.Bestir á vellinum? Leikurinn var mjög vel leikinn að mestu leyti en maður leiksins er að öllum ólöstuðum Willum Þór Willumsson en hann lagði upp eitt og skoraði annað mark ásamt því að eiga prýðis góð upphlaup og almennt góðan leik. Gísli Eyjólfsson, Andri Rafn Yeoman og Gunnleifur Gunnleifsson voru líka öflugir í sínum aðgerðum. Hjá Fylki voru bestir Albert Brynjar Ingason og Hákon Ingi Jónsson en þeir leiddu pressu gestanna mjög vel og sáu til þess að þeir komust í færin en hefðu getað staðið sig betur fyrir framan markið og komið boltanum í netið.Hvað gerist næst? Nú er komið HM-hlé og sitja Blikar í öðru sæti og sáttir með uppskeruna. Þeir eru enn í feykilegum séns að gera eitthvað gott í sumar en næsti leikur þeirra í deildinni er þann 1. júlí nk. þegar þeir fara norður á Akureyri. Fylkismenn fara í Grafarvoginn sama dag og etja kappi við Fjölnismenn en þangað til eru þeir um miðja deild með 11 stig og geta einnig verið sáttir með sína uppskeru þó þeir hefðu viljað meira í dag.Maður leiksins: Willum Þór Willumsson, 8 í einkunn. Ágúst Þór Gylfason: Frábær karaktersigur Hann var kampakátur og skælbrosandi þjálfari Breiðabliks í leikslok þegar hann ræddi við blaðamann eftir góðan 2-0 sigur sinna manna á Fylki fyrr í kvöld. Hann var sammála blaðamanni að fæðingin hafi verið erfið. „Ég er mjög sáttur og niðurstaðan frábær fyrir okkur. 2-0 eru frábær úrslit, Fylkismenn herjuðu heldur betur á okkur og áttu 20-30 hornspyrnur á okkur en við ætluðum ekki að fá neina hornspyrnu á okkur í leiknum en þær urðu hátt í 30. Þetta er frábær karaktersigur hjá okkur, ekki okkar besti leikur en 2-0 er frábært“. „Við mættum ekki alveg tilbúnir í leikinn, vorum sljóir en náðum að vinna okkur út úr því en að vinna Fylki 2-0, sem eru gríðarlega erfiðir er mjög gott og áfram gakk“. Nú þegar deildin fer í smá hlé þá er Ágúst ágætlega sáttur með uppskeruna hingað til: „Miðað við síðustu tvo leiki, sem hafa spilast frábærlega, þá er þetta mjög góð uppskera. Við höfum unnið Grindavík og Fylki og komið okkur hátt í töfluna sem við þurftum á að halda. Nú kemur smá frí sem er kærkomið fyrir strákana og svo er það bara bikarinn á móti Val þann 25. júní.“ Að lokum var Gústi spurður að því hvernig fríið verður nýtt og sagði þjálfarinn brosandi: „Bara upp með tærnar og hafa gaman“. Helgi Sigurðsson: Þegar maður nýtir ekki færin sín þá er alltaf hættan á að eitthvað leiðinlegt gerist„Það er hárrétt mat að þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra“, sagði þjálfari Fylkismanna strax eftir leikinn á móti Breiðablik í kvöld. „Mér fannst við vera ofan á í allavega 70 mínútur. Við vorum betra liðið á vellinum, vorum að skapa okkur góð færi og mikið af fyrirgjöfum og góðum skyndisóknum en þegar maður nýtir ekki færin sín þá er alltaf hættan á að eitthvað leiðinlegt gerist og því miður þá gerðist það í kvöld. Hinsvegar var þetta frábær spilamennska hjá okkur og ég er mjög stoltur af mínum mönnum þrátt fyrir úrslitin“. „Við vorum örlítið þreyttir kannski í lokin, enda búnir að spila mikið og erum ekki dags daglega að spila á grasi þannig að það situr kannski örlítið í okkur. Það var krampi hér og þar en mínir menn voru svo svakalega að berjast og lögðu 100% í þennan leik þannig að það er bara hundfúlt að fá ekkert út úr þessu. Að vera betra liðið lang tímum saman er mjög gott en það er ekki gott að nýta færi okkar. Við fáum einhverjar 18-20 hornspyrnur sem ekkert kemur út úr“. Þá var Helgi spurður að því hvort Fylkismenn geti verið sáttir við uppskeruna úr fyrstu níu umferðunum og gat Helgi svarað því játandi. „Nokkurn veginn. Auðvitað hefðum við viljað fá meira útúr þessum leik en við höfum einungis spilað þrjá heimaleiki og unnið þá alla og verið mjög solid. Verið að taka góð stig á útivelli á móti góðum liðum þannig að í heildina getum við verið mjög sáttir“. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann Fylki í mjög fjörugum leik í níundu og síðustu umferðinni fyrir HM-hlé fyrr í kvöld. Fylkir má vera ósátt að hafa ekki fengið allavega eitt stig úr leiknum en þeir voru strekari aðilinn í fyrri hálfleik og í blábyrjun þess seinni. Það getur hinsvegar verið rándýrt að nýta ekki færin sem bjóðast í þessari bráðskemmtilegu Pepsi-deild. Leikurinn endaði með sigri Blika, eins og áður segir, með tveimur mörkum gegn engu en það voru þeir Andri Rafn Yeoman og Willum Þór Willumsson sem sáu um markaskorunina en fyrra markið kom á 65. mínútu og það seinna á 81. mínútu. Willum hafði að auki lagt upp markið fyrir Andra og átti prýðisdag út á kantinum fyrir Breiðablik.Afhverju vann Breiðablik? Þeir nýttu sín færi þegar þau gáfust, Fylkismenn fengu aragrúa færa í byrjun leiks og hvorki fleiri né færri en 18 hornspyrnur sem nýttust ekki nema einu sinni, ef svo má segja, en á þá komu þeir boltanum yfir línuna en markið var dæmt af. Gunnleifur Gunnleifsson átti þá einnig góðan dag og sá um það sem hann þurfti að sjá um. Blikar sýndu það líka að þeir hafa yfir miklum gæðum að búa og þegar þeir náðu að byggja upp sóknir og komast í skyndisóknir voru þeir skeinuhættir. Blikar áttu t.d. tvö skot í slána í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Það voru tveir hlutir sem gengu illa. Í fyrsta lagi þá var það sóknarleikur Fylkismanna sem gekk illa eða öllu heldur færanýting þeirra. Þeir áttu mjög auðvelt með að koma sér í færi, sérstaklega í fyrri hálfleik, en þegar kom að því að reka smiðshöggið þá var naglinn ekki alltaf hittur á höfuðið. Í öðru lagi þá gekk varnarlínu Blika oft á tíðum í fyrri hálfleik mjög illa að koma boltanum frá sér og gáfu boltann allt of oft frá sér á hættulegum stöðum sem sköpuðu Fylkismönnum greiða leið inn í vítateig heimamanna. Gulla Gull og illa reimuðum skotskóm gestanna er það að þakka að Blikar voru ekki undir í hálfleik og þar með í séns á að taka öll stigin.Bestir á vellinum? Leikurinn var mjög vel leikinn að mestu leyti en maður leiksins er að öllum ólöstuðum Willum Þór Willumsson en hann lagði upp eitt og skoraði annað mark ásamt því að eiga prýðis góð upphlaup og almennt góðan leik. Gísli Eyjólfsson, Andri Rafn Yeoman og Gunnleifur Gunnleifsson voru líka öflugir í sínum aðgerðum. Hjá Fylki voru bestir Albert Brynjar Ingason og Hákon Ingi Jónsson en þeir leiddu pressu gestanna mjög vel og sáu til þess að þeir komust í færin en hefðu getað staðið sig betur fyrir framan markið og komið boltanum í netið.Hvað gerist næst? Nú er komið HM-hlé og sitja Blikar í öðru sæti og sáttir með uppskeruna. Þeir eru enn í feykilegum séns að gera eitthvað gott í sumar en næsti leikur þeirra í deildinni er þann 1. júlí nk. þegar þeir fara norður á Akureyri. Fylkismenn fara í Grafarvoginn sama dag og etja kappi við Fjölnismenn en þangað til eru þeir um miðja deild með 11 stig og geta einnig verið sáttir með sína uppskeru þó þeir hefðu viljað meira í dag.Maður leiksins: Willum Þór Willumsson, 8 í einkunn. Ágúst Þór Gylfason: Frábær karaktersigur Hann var kampakátur og skælbrosandi þjálfari Breiðabliks í leikslok þegar hann ræddi við blaðamann eftir góðan 2-0 sigur sinna manna á Fylki fyrr í kvöld. Hann var sammála blaðamanni að fæðingin hafi verið erfið. „Ég er mjög sáttur og niðurstaðan frábær fyrir okkur. 2-0 eru frábær úrslit, Fylkismenn herjuðu heldur betur á okkur og áttu 20-30 hornspyrnur á okkur en við ætluðum ekki að fá neina hornspyrnu á okkur í leiknum en þær urðu hátt í 30. Þetta er frábær karaktersigur hjá okkur, ekki okkar besti leikur en 2-0 er frábært“. „Við mættum ekki alveg tilbúnir í leikinn, vorum sljóir en náðum að vinna okkur út úr því en að vinna Fylki 2-0, sem eru gríðarlega erfiðir er mjög gott og áfram gakk“. Nú þegar deildin fer í smá hlé þá er Ágúst ágætlega sáttur með uppskeruna hingað til: „Miðað við síðustu tvo leiki, sem hafa spilast frábærlega, þá er þetta mjög góð uppskera. Við höfum unnið Grindavík og Fylki og komið okkur hátt í töfluna sem við þurftum á að halda. Nú kemur smá frí sem er kærkomið fyrir strákana og svo er það bara bikarinn á móti Val þann 25. júní.“ Að lokum var Gústi spurður að því hvernig fríið verður nýtt og sagði þjálfarinn brosandi: „Bara upp með tærnar og hafa gaman“. Helgi Sigurðsson: Þegar maður nýtir ekki færin sín þá er alltaf hættan á að eitthvað leiðinlegt gerist„Það er hárrétt mat að þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra“, sagði þjálfari Fylkismanna strax eftir leikinn á móti Breiðablik í kvöld. „Mér fannst við vera ofan á í allavega 70 mínútur. Við vorum betra liðið á vellinum, vorum að skapa okkur góð færi og mikið af fyrirgjöfum og góðum skyndisóknum en þegar maður nýtir ekki færin sín þá er alltaf hættan á að eitthvað leiðinlegt gerist og því miður þá gerðist það í kvöld. Hinsvegar var þetta frábær spilamennska hjá okkur og ég er mjög stoltur af mínum mönnum þrátt fyrir úrslitin“. „Við vorum örlítið þreyttir kannski í lokin, enda búnir að spila mikið og erum ekki dags daglega að spila á grasi þannig að það situr kannski örlítið í okkur. Það var krampi hér og þar en mínir menn voru svo svakalega að berjast og lögðu 100% í þennan leik þannig að það er bara hundfúlt að fá ekkert út úr þessu. Að vera betra liðið lang tímum saman er mjög gott en það er ekki gott að nýta færi okkar. Við fáum einhverjar 18-20 hornspyrnur sem ekkert kemur út úr“. Þá var Helgi spurður að því hvort Fylkismenn geti verið sáttir við uppskeruna úr fyrstu níu umferðunum og gat Helgi svarað því játandi. „Nokkurn veginn. Auðvitað hefðum við viljað fá meira útúr þessum leik en við höfum einungis spilað þrjá heimaleiki og unnið þá alla og verið mjög solid. Verið að taka góð stig á útivelli á móti góðum liðum þannig að í heildina getum við verið mjög sáttir“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti