Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 0-1 │ Sjáðu markið í fjórða sigri Vals í röð Einar Kristinn Kárason skrifar 13. júní 2018 20:45 Lið ÍBV og Vals mættust í dag á Hásteinsvelli í blíðskapaveðri. Leikurinn fór rólega af stað og lítið var um færi. Liðin skiptust á að sækja án þess að ógna markinu en flestar tilraunir komu utan af velli eða úr föstum leikatriðum. Sigurður Grétar Benónýsson átti fyrsta alvöru tækifæri leiksins þegar hann fékk boltann eftir fyrirgjöf frá Felix Erni Friðrikssyni en boltinn fjarri marki. Eftir um hálftíma leik dró til tíðinda, en því miður tengist það atvik ljótu hlið íþróttanna. Boltinn var þá laus fyrir utan teig gestanna og þegar Sigurður Grétar reyndi að ná skoti að marki náði Rasmus Christiansen á undan til boltans. Sigurður sparkaði þá í legginn á Rasmus sem varð til þess að Daninn öflugi fótbrotnaði, en smellurinn við höggið glumdi um allt svæðið. Ljóst var á viðbrögðum leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Kallað var á sjúkrabíl í snatri og Rasmus borinn af velli og þaðan upp í bíl. Leikurinn var í hálfgerðum doða það sem eftir lifði hálfleiks enda menn skelfingu slegnir eftir þetta atvik á undan. Síðari hálfleikurinn fór betur af stað en strax eftir rétt rúmlega 50. mínútna leik á Andri Adolphsson sendingu sem hleypir Kristni Frey Sigurðssyni í gegn. Kristinn virtist hafa misst boltann of langt frá sér en nær að pota honum milli fóta Halldórs Páls Geirssonar og í markið. Íslandsmeistararnir komnir yfir, en einungis sekúndum áður hafði boltinn strokið stöng Valsmanna eftir sókn ÍBV. Ljóst var að það voru ekki mörg mörk að fara að líta dagsins ljós í dag en varnarleikur liðanna var öflugur. Eyjamenn reyndu eins og þeir gátu að sækja en vantaði mannskap og gæði til að klára sóknirnar. Það var í raun ekki fyrr en í uppbótartíma þar sem Eyjamenn hefðu getað tekið stig þegar Guy Gnabouyou fékk algjört dauðafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri en einfaldlega hitti ekki boltann með höfðinu og boltinn afturfyrir endamörk. Valsmenn tóku því öll stigin með sér í Herjólf og þaðan til Reykjavíkur.Ólafur: Fannst ekki mikið gerast í leiknum ,,Þessi leikur var svona frekar rólegur og hægur fannst mér og svo sem ekki mikið að gerast í honum," sagði Ólafur Jóhannesson eftir leik. ,,En mér fannst við vera betri án þess að vera að skapa okkur mikið en ég fagna sigrinum." ,,Nei, við eigum að geta gert betur," sagði Óli spurður hvort hann væri ánægður með leik sinna manna. ,,Við erum sáttir við það að hafa haldið markinu okkar hreinu. Það var það sem við lögðum upp með þegar við fórum út í Eyjar, að fá ekki á okkur mark og reyna að lauma inn og það tókst og auðvitað er ég ánægður með það." Rasmus Christiansen meiddist illa í fyrri hálfleik. Hver var staðan á honum? ,,Ég held bara að hann sé á leiðinni suður með flugvél. Þetta leit illa út og var ekki fallegt en svona getur gerst í þessum íþróttum og því miður fyrir Rasmus."Kristján: Vantaði fleiri fram Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var óánægður með að fá ekkert úr leiknum. ,,Sennilega eigum við að fá stig úr leiknum. Það er alveg rétt. Við spiluðum ágætis varnarleik heilt yfir en vantaði þyngdina í sóknina. Sköpuðum ekki nógu mikið af færum en fengum ekki sérstaklega mörg færi á okkur þannig að stig útúr þessum leik eigum við að fá." ,,Við náttúrulega erum að spila við stórkostlegt lið, Valsliðið, og þeir setja boltann hratt í gang og við vissum að þeir gera það oft á tíðum og þetta var bara mjög vel gert hjá þeim þó við viljum vera óánægðir með hvernig við vörðumst því. Þetta er það gott lið og með það stórkostlega þjálfara að það er erfitt að eiga við þetta. Við eigum samt að taka stig." ,,Það vantaði fleiri fram. Það er of langt í markið þegar við vinnum boltann. Við náum ekki að fylla á og þetta inn í teiginn. Það er það sem að gerist." ,,Þeir eru náttúrulega með stórkostlega leikmenn í vörninni og heilt yfir frábært lið þannig að frammistaðan okkar er alveg fín og við eigum að taka stig. Við rigum að horfa á þetta þannig að við erum að spila við þetta ofboðslega góða lið að það er bara gott.” ,,Við eigum að taka stig útúr þessum leik á móti stórkostlegu liði með þessa frábæru þjálfara þannig að við erum þannig séð örugglega eftir á alveg sáttir en það er vont að taka ekki stigið þegar við eigum það skilið," sagði Kristján stórkostlega að lokum. Eiður: Þetta var viðbjóðslegt Eiður Aron Sigurbjörnsson átti flottan leik í hjarta varnar Valsmanna í dag. ,,Það er mjög erfitt að koma hingað. Það eru flest öll lið sem lenda í vandræðum og mér fannst við díla bara nokkuð vel við þetta. Fyrsti hálfleikurinn mjög solid og svo lá svolítið á okkur í seinni en við erum bara þéttir varnarlega. Þetta var flott í dag," sagði Eiður sáttur. ,,ÍBV er flott varnarlið og við sömuleiðis ásamt því að vera með geggjaða gæja þarna uppi. Þetta var svolítið lokaður leikur en ágætis spilkaflar inni á milli. Þetta var bara þokkaleg skemmtun bara. " Eiður missti vin sinn og liðsfélaga, Rasmus Christiansen, útaf í fyrri hálfleik. Hvernig upplifði Eiður atvikið? , ,Þetta var bara mjög óheppilegt atvik. Hann er að hreinsa boltanum og á sömu sekúndu er leikmaður ÍBV að fara að bomba á markið. Smellurinn sem kom þarna var mjög hár og löppin leit mjög illa út. Þetta var viðbjóðslegt," sagði Eiður að lokum. Óskum Rasmus velfarnaðar og gangi honum vel. Pepsi Max-deild karla
Lið ÍBV og Vals mættust í dag á Hásteinsvelli í blíðskapaveðri. Leikurinn fór rólega af stað og lítið var um færi. Liðin skiptust á að sækja án þess að ógna markinu en flestar tilraunir komu utan af velli eða úr föstum leikatriðum. Sigurður Grétar Benónýsson átti fyrsta alvöru tækifæri leiksins þegar hann fékk boltann eftir fyrirgjöf frá Felix Erni Friðrikssyni en boltinn fjarri marki. Eftir um hálftíma leik dró til tíðinda, en því miður tengist það atvik ljótu hlið íþróttanna. Boltinn var þá laus fyrir utan teig gestanna og þegar Sigurður Grétar reyndi að ná skoti að marki náði Rasmus Christiansen á undan til boltans. Sigurður sparkaði þá í legginn á Rasmus sem varð til þess að Daninn öflugi fótbrotnaði, en smellurinn við höggið glumdi um allt svæðið. Ljóst var á viðbrögðum leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Kallað var á sjúkrabíl í snatri og Rasmus borinn af velli og þaðan upp í bíl. Leikurinn var í hálfgerðum doða það sem eftir lifði hálfleiks enda menn skelfingu slegnir eftir þetta atvik á undan. Síðari hálfleikurinn fór betur af stað en strax eftir rétt rúmlega 50. mínútna leik á Andri Adolphsson sendingu sem hleypir Kristni Frey Sigurðssyni í gegn. Kristinn virtist hafa misst boltann of langt frá sér en nær að pota honum milli fóta Halldórs Páls Geirssonar og í markið. Íslandsmeistararnir komnir yfir, en einungis sekúndum áður hafði boltinn strokið stöng Valsmanna eftir sókn ÍBV. Ljóst var að það voru ekki mörg mörk að fara að líta dagsins ljós í dag en varnarleikur liðanna var öflugur. Eyjamenn reyndu eins og þeir gátu að sækja en vantaði mannskap og gæði til að klára sóknirnar. Það var í raun ekki fyrr en í uppbótartíma þar sem Eyjamenn hefðu getað tekið stig þegar Guy Gnabouyou fékk algjört dauðafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri en einfaldlega hitti ekki boltann með höfðinu og boltinn afturfyrir endamörk. Valsmenn tóku því öll stigin með sér í Herjólf og þaðan til Reykjavíkur.Ólafur: Fannst ekki mikið gerast í leiknum ,,Þessi leikur var svona frekar rólegur og hægur fannst mér og svo sem ekki mikið að gerast í honum," sagði Ólafur Jóhannesson eftir leik. ,,En mér fannst við vera betri án þess að vera að skapa okkur mikið en ég fagna sigrinum." ,,Nei, við eigum að geta gert betur," sagði Óli spurður hvort hann væri ánægður með leik sinna manna. ,,Við erum sáttir við það að hafa haldið markinu okkar hreinu. Það var það sem við lögðum upp með þegar við fórum út í Eyjar, að fá ekki á okkur mark og reyna að lauma inn og það tókst og auðvitað er ég ánægður með það." Rasmus Christiansen meiddist illa í fyrri hálfleik. Hver var staðan á honum? ,,Ég held bara að hann sé á leiðinni suður með flugvél. Þetta leit illa út og var ekki fallegt en svona getur gerst í þessum íþróttum og því miður fyrir Rasmus."Kristján: Vantaði fleiri fram Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var óánægður með að fá ekkert úr leiknum. ,,Sennilega eigum við að fá stig úr leiknum. Það er alveg rétt. Við spiluðum ágætis varnarleik heilt yfir en vantaði þyngdina í sóknina. Sköpuðum ekki nógu mikið af færum en fengum ekki sérstaklega mörg færi á okkur þannig að stig útúr þessum leik eigum við að fá." ,,Við náttúrulega erum að spila við stórkostlegt lið, Valsliðið, og þeir setja boltann hratt í gang og við vissum að þeir gera það oft á tíðum og þetta var bara mjög vel gert hjá þeim þó við viljum vera óánægðir með hvernig við vörðumst því. Þetta er það gott lið og með það stórkostlega þjálfara að það er erfitt að eiga við þetta. Við eigum samt að taka stig." ,,Það vantaði fleiri fram. Það er of langt í markið þegar við vinnum boltann. Við náum ekki að fylla á og þetta inn í teiginn. Það er það sem að gerist." ,,Þeir eru náttúrulega með stórkostlega leikmenn í vörninni og heilt yfir frábært lið þannig að frammistaðan okkar er alveg fín og við eigum að taka stig. Við rigum að horfa á þetta þannig að við erum að spila við þetta ofboðslega góða lið að það er bara gott.” ,,Við eigum að taka stig útúr þessum leik á móti stórkostlegu liði með þessa frábæru þjálfara þannig að við erum þannig séð örugglega eftir á alveg sáttir en það er vont að taka ekki stigið þegar við eigum það skilið," sagði Kristján stórkostlega að lokum. Eiður: Þetta var viðbjóðslegt Eiður Aron Sigurbjörnsson átti flottan leik í hjarta varnar Valsmanna í dag. ,,Það er mjög erfitt að koma hingað. Það eru flest öll lið sem lenda í vandræðum og mér fannst við díla bara nokkuð vel við þetta. Fyrsti hálfleikurinn mjög solid og svo lá svolítið á okkur í seinni en við erum bara þéttir varnarlega. Þetta var flott í dag," sagði Eiður sáttur. ,,ÍBV er flott varnarlið og við sömuleiðis ásamt því að vera með geggjaða gæja þarna uppi. Þetta var svolítið lokaður leikur en ágætis spilkaflar inni á milli. Þetta var bara þokkaleg skemmtun bara. " Eiður missti vin sinn og liðsfélaga, Rasmus Christiansen, útaf í fyrri hálfleik. Hvernig upplifði Eiður atvikið? , ,Þetta var bara mjög óheppilegt atvik. Hann er að hreinsa boltanum og á sömu sekúndu er leikmaður ÍBV að fara að bomba á markið. Smellurinn sem kom þarna var mjög hár og löppin leit mjög illa út. Þetta var viðbjóðslegt," sagði Eiður að lokum. Óskum Rasmus velfarnaðar og gangi honum vel.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti