Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 12:28 Vel virtist fara á með Trump og Kim á fundi þeirra í Singapúr, betur en Trump og leiðtogum bandalagsríkja Bandaríkjanna á G7-fundinum um helgina. Vísir/EPA Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Norður-Kórea elskar Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og þjóðin er full ákafa. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali eftir fund hans og Kim í Singapúr. Löndin byrjuðu frá grunni, þrátt fyrir harðræði einræðisstjórnar Kim. Trump var að svara spurningu Georges Stephanopoulos, fréttamanns ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, varðandi hvers konar tryggingar hann hefði gefið Kim í viðræðum þeirra þegar hann fullyrti að Kim, sem stýrir heimlandinu með harðri hendi, væri elskaður heima fyrir. „Hann verður glaður. Landið hann elskar hann. Þjóðin hans, maður sér ákafann. Þau hafa mikinn ákafa,“ sagði Bandaríkjaforseti sem lofaði jafnframt dugnað norður-kóresku þjóðarinnar. Stephanopoulos hermdi þá fyrri orð Trump um Kim upp á hann. Forsetinn hefði til dæmis sakað Kim um að svelta eigin þjóð. „Kim er hrottalegur einræðisherra. Hann rekur lögregluríki, nauðungarsvelti, þrælkunarbúðir. Hann hefur myrt meðlimi eigin fjölskyldu. Hvernig treystir þú slíkum morðingja?“ spurði Stephanopoulos. Trump sagðist vinna með það sem hann hefði fengið upp í hendurnar. Hann teldi að Kim vildi standa sig vel fyrir Norður-Kóreu og afkjarnavopnavæðast. „Við erum að byrja frá byrjun. Við erum að byrja núna og við verðum að losna við þessi kjarnavopn,“ sagði forsetinn. Áður hafði hann lofað greind Kim og hæfileika. Þá hefur hann lýst honum sem heiðvirðum. Ekki er hins vegar langt síðan Trump ögraði leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað á Twitter með uppnefninu „Litli eldflaugarmaðurinn“ vegna eldflaugatilrauna hans.EXCLUSIVE: President Trump tells @GStephanopoulos "I wanted to stop the war games, I thought they were very provocative, but I also think they're very expensive," when asked if he discussed pulling U.S. troops out of South Korea with Kim Jong Un. https://t.co/ANdmOzpPd9 pic.twitter.com/k015aM4PH9— ABC News (@ABC) June 12, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45