Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2018 22:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15