Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 17:42 Rosenstein (t.h.) og Wray (t.v.) sátu báðir fyrir svörum hjá dómsmálanefndinni í dag. Þeir fullyrtu báðir að stofnanir þeirra ynnu að því að svara kröfum þingmanna um gögn úr Rússarannsókninni. Vísir/EPA Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57