WHO hvetur til minni greiðsluþátttöku sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30