Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:25 Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda