Kári: Ekki mála skrattann á vegginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2018 18:15 Ahmed Musa skorar hér annað mark Nígeríu, fram hjá Kára og Sverri Inga. Vilhelm Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, vildi ekki gera of lítið úr frammistöðu Íslands gegn Nígeríu í dag þrátt fyrir sárt tap sem gerir stöðu okkar manna í D-riðli erfið. „Við erum ekki vanir að því að tapa og alltaf súrt þegar það gerist. En við vinnum og töpum saman. Við erum ekki í neinum „blame game“ enda engin ástæða til þess,“ sagði Kári og bætti við að frammistaðan í síðari hálfleik hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum algerlega með þá í þeim fyrri. Þeir áttu ekki skot á markið og við lokuðum á allt hjá þeim. Frábær fyrri hálfleikur,“ sagði Kári sem segir að það hafi verið klaufalegt að fá mark á sig eftir fast leikatriði hjá íslenska liðinu hinum megin á vellinum. Það gerðist í aðdraganda fyrra marks Nígeríu í leiknum. „Við eigum ekki að fá skyndisókn á okkur úr svona stöðu. Markið sló okkur ekki út af laginu heldur riðlaði leikskipulaginu. Ef við hefðum haldið áfram að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá hefðum við jafnað þennan leik,“ sagði Kári. „Við nýttum ekki færin okkar í fyrri hálfleik og það kannski kom og beit okkur í rassgatið.“ Hann segir að þetta hafi ekki verið dagur Íslands. Það kom einnig í ljós þegar Gylfi Þór brenndi af vítaspyrnu sinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við hefðum getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en þetta gekk ekki.“ Ísland hefur ekki náð að nýta föstu leikatriðin sín nægilega vel en Kári hefur ekki áhyggjur af því. „Við vorum hættulegir í hornum en seinni boltinn datt ekki fyrir okkur. Þeir voru góðir í að verjast föstu leikatriðunum okkar og það var erfitt að rífa sig lausan. Löngu innköstin voru ekki að virka - það var alltaf maður í mér og svo kom hafsentinn og skallaði þetta í burtu.“ „En eins og ég segi. Það þarf ekki að mála skrattann á vegginn. Það var margt gott í þessu. En fyrsta markið átti aldrei að gerast og það riðlaði skipulaginu okkar. Það varð okkur dýrkeypt.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39 Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37 Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16 Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56 Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10 Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00 Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
„Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti“ Heimir Hallgrímsson fékk spurningu á blaðamannafundi um hvort hann sæi eftir því að hafa gefið leikmönnum sínum frí í gær. 22. júní 2018 17:39
Heimir: Ekki röng taktík Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld. 22. júní 2018 17:37
Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. 22. júní 2018 18:16
Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag. 22. júní 2018 17:56
Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. 22. júní 2018 18:10
Ari Freyr: „Þrjú stig í næsta leik, svo einfalt er það“ Ari Freyr Skúlason, sem kom inn sem varamaður í seinni hálfleik í tapi Íslands fyrir Nígeríu, var nokkuð brattur eftir leikinn. 22. júní 2018 18:00
Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið? Þrátt fyrir tapið í dag eiga strákarnir okkar enn möguleika á að komast í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 22. júní 2018 17:13