Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 07:00 Vísindamenn hafa óttast að óstöðvandi hrun íssins á Vestur-Suðurskautslandinu gæti farið af stað vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/Getty Land rís óvenjuhratt á vesturhluta Suðurskautslandsins þegar léttir á fargi á því íshellan þar bráðnar og þynnist. Vísindamenn telja að hratt landrisið geti mögulega hægt á hruni íshellunnar út í hafið. Ísinn á Suðurskautslandinu leikur lykilhlutverk í sjávarstöðu við strendur Íslands. Hnattræn hlýnun gengur nú hratt á Vestur-Suðurskautslandið. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hraði ístapsins þar hefur þrefaldast á síðustu tíu árunum. Hrynji íshellan á vesturhluta Suðurskautslandsins öll myndi það hækka sjávarstöðu um þrjá metra að meðaltali á jörðinni. Þrátt fyrir að Grænlandsjökull, sem bráðnar einnig hratt, standi Íslendingum landfræðilega næst er það ísinn á Suðurskautslandinu sem getur haft mest áhrif á sjávarstöðuna hér við land. Ástæðan er sú að íshellan yfir Grænlandi er svo massamikil að þegar hún skreppur saman dregur úr þyngdartogi í kringum hana og sjávarstaðan lækkar í næsta nágrenninu. Þannig er því spáð að sjávarstaðan við Ísland hækki mun minna en hnattrænt meðaltal á þessari öld, jafnvel aðeins um 30%, í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga sem kom út í vor. Í skýrslunni var hins vegar varað við því að mikil óvissa um afdrif íshellunnar á Vestur-Suðurskautslandinu þýddi að hækkunin við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri ef allt færi á versta veg. Þrátt fyrir að sjávarstöðuhækkunin verði minni en meðaltalið verða áhrifin veruleg við Ísland. Til lengri tíma litið má einnig búast við nokkurra metra hækkun sjávarstöðu takist mönnum ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka áhrif loftslagsbreytinga. Því hafa niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á landrisi á Vestur-Suðurskautslandinu töluverða þýðingu fyrir þróun sjávarstöðu við Ísland.Rís rúmlega þriðjungi hraðar en hálendi Íslands Þekkt er að á Íslandi hefur bráðnun jökla valdið landrisi, ekki síst á hálendinu. Áætlað er að landið rísi þar nú um þrjátíu millímetra á ári. Risið veldur því að vísindamenn spá því að sjávarstaðan gæti jafnvel lækkað við suðausturströnd landsins þar sem jöklarnir standa næst sjónum á þessari öld. Á Suðurskautslandinu á sama þróun sér stað og enn hraðar. Landið undir íshellunni á Vestur-Suðurskautslandinu er nú talið rísa um 41 millímetra á ári, um 36% hraðar en hálendi Íslands. Valentina Barletta frá Tækniháskólanum í Danmörku, segir við Washington Post að landrisið vegna hops jöklanna sé mun meira en búist var við. Hún og félagar hennar mældu landrisið með neti GPS-mælistöðva á bergmyndunum á Vestur-Suðurskautslandinu. Grein um niðurstöður þeirra birtist í vísindaritinu Science.Neðansjávarbráðnun af völdum hlýs sjávar hefur verið aðalorsök bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu. Gríðarlegir ísjakar hafa brotað úr íshellunni þar undanfarin ár.Vísir/AFPLyftir ísnum upp úr sjónum og hægir á hopi Landrisið getur vegið upp á móti hruni íshellunnar á þrennan hátt. Í fyrsta lagi hækkar það ísinn sem eftir er og minnkar þannig snertingu hans við sjóinn. Minni hætta er þá að ísinn brotni og fljóti burt. Í öðru lagi getur það hægt á hopi íssins að sjávarbotninn hækki og veiti ísnum frekari mótstöðu. Í þriðja lagi telja vísindamennirnir að þegar undanhalli hafbotnsins minnkar geti hægt á hopi íssins. Washington Post segir þó óvíst hversu mikið landrisið megnar að vega upp á móti hruni íssins. Hröð bráðnun íssins kemur til af því að hlýr sjór kemst undir hann og bræðir neðan frá. Jöklarnir standa í sjó sem er hundruð metra og jafnvel kílómetra djúpur. Því er óvíst að hækkun lands um nokkra sentímetra geti híft þá upp úr sjónum sem bræðir þá eins síns liðs. Þá gæti sú staðreynd að landið rís hraðar á Vestur-Suðurskautslandinu en gert var ráð fyrir þýtt að vísindamenn hafi vanmetið massatap íssins þar. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni á landrisinu nú reiknuðu út að niðurstöður þeirra þýddu að massatapið hafi verið 10% meira en gervihnattamælingar hafa bent til. Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Svörtustu spádómar um loftslagsbreytingar að rætast og mannkynið nánast fallið á tíma Íshella Suðurskautslandsins er byrjuð að bráðna miklu hraðar en áður og svörtustu spádómar loftslagsvísindamanna gætu verið að rætast. 13. júní 2018 23:30 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Land rís óvenjuhratt á vesturhluta Suðurskautslandsins þegar léttir á fargi á því íshellan þar bráðnar og þynnist. Vísindamenn telja að hratt landrisið geti mögulega hægt á hruni íshellunnar út í hafið. Ísinn á Suðurskautslandinu leikur lykilhlutverk í sjávarstöðu við strendur Íslands. Hnattræn hlýnun gengur nú hratt á Vestur-Suðurskautslandið. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hraði ístapsins þar hefur þrefaldast á síðustu tíu árunum. Hrynji íshellan á vesturhluta Suðurskautslandsins öll myndi það hækka sjávarstöðu um þrjá metra að meðaltali á jörðinni. Þrátt fyrir að Grænlandsjökull, sem bráðnar einnig hratt, standi Íslendingum landfræðilega næst er það ísinn á Suðurskautslandinu sem getur haft mest áhrif á sjávarstöðuna hér við land. Ástæðan er sú að íshellan yfir Grænlandi er svo massamikil að þegar hún skreppur saman dregur úr þyngdartogi í kringum hana og sjávarstaðan lækkar í næsta nágrenninu. Þannig er því spáð að sjávarstaðan við Ísland hækki mun minna en hnattrænt meðaltal á þessari öld, jafnvel aðeins um 30%, í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga sem kom út í vor. Í skýrslunni var hins vegar varað við því að mikil óvissa um afdrif íshellunnar á Vestur-Suðurskautslandinu þýddi að hækkunin við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri ef allt færi á versta veg. Þrátt fyrir að sjávarstöðuhækkunin verði minni en meðaltalið verða áhrifin veruleg við Ísland. Til lengri tíma litið má einnig búast við nokkurra metra hækkun sjávarstöðu takist mönnum ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka áhrif loftslagsbreytinga. Því hafa niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á landrisi á Vestur-Suðurskautslandinu töluverða þýðingu fyrir þróun sjávarstöðu við Ísland.Rís rúmlega þriðjungi hraðar en hálendi Íslands Þekkt er að á Íslandi hefur bráðnun jökla valdið landrisi, ekki síst á hálendinu. Áætlað er að landið rísi þar nú um þrjátíu millímetra á ári. Risið veldur því að vísindamenn spá því að sjávarstaðan gæti jafnvel lækkað við suðausturströnd landsins þar sem jöklarnir standa næst sjónum á þessari öld. Á Suðurskautslandinu á sama þróun sér stað og enn hraðar. Landið undir íshellunni á Vestur-Suðurskautslandinu er nú talið rísa um 41 millímetra á ári, um 36% hraðar en hálendi Íslands. Valentina Barletta frá Tækniháskólanum í Danmörku, segir við Washington Post að landrisið vegna hops jöklanna sé mun meira en búist var við. Hún og félagar hennar mældu landrisið með neti GPS-mælistöðva á bergmyndunum á Vestur-Suðurskautslandinu. Grein um niðurstöður þeirra birtist í vísindaritinu Science.Neðansjávarbráðnun af völdum hlýs sjávar hefur verið aðalorsök bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu. Gríðarlegir ísjakar hafa brotað úr íshellunni þar undanfarin ár.Vísir/AFPLyftir ísnum upp úr sjónum og hægir á hopi Landrisið getur vegið upp á móti hruni íshellunnar á þrennan hátt. Í fyrsta lagi hækkar það ísinn sem eftir er og minnkar þannig snertingu hans við sjóinn. Minni hætta er þá að ísinn brotni og fljóti burt. Í öðru lagi getur það hægt á hopi íssins að sjávarbotninn hækki og veiti ísnum frekari mótstöðu. Í þriðja lagi telja vísindamennirnir að þegar undanhalli hafbotnsins minnkar geti hægt á hopi íssins. Washington Post segir þó óvíst hversu mikið landrisið megnar að vega upp á móti hruni íssins. Hröð bráðnun íssins kemur til af því að hlýr sjór kemst undir hann og bræðir neðan frá. Jöklarnir standa í sjó sem er hundruð metra og jafnvel kílómetra djúpur. Því er óvíst að hækkun lands um nokkra sentímetra geti híft þá upp úr sjónum sem bræðir þá eins síns liðs. Þá gæti sú staðreynd að landið rís hraðar á Vestur-Suðurskautslandinu en gert var ráð fyrir þýtt að vísindamenn hafi vanmetið massatap íssins þar. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni á landrisinu nú reiknuðu út að niðurstöður þeirra þýddu að massatapið hafi verið 10% meira en gervihnattamælingar hafa bent til.
Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Svörtustu spádómar um loftslagsbreytingar að rætast og mannkynið nánast fallið á tíma Íshella Suðurskautslandsins er byrjuð að bráðna miklu hraðar en áður og svörtustu spádómar loftslagsvísindamanna gætu verið að rætast. 13. júní 2018 23:30 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Svörtustu spádómar um loftslagsbreytingar að rætast og mannkynið nánast fallið á tíma Íshella Suðurskautslandsins er byrjuð að bráðna miklu hraðar en áður og svörtustu spádómar loftslagsvísindamanna gætu verið að rætast. 13. júní 2018 23:30
Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00