Gætu sett fjármuni í leigufélög Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Á meðal verkefna Bjargs íbúðafélags er bygging 155 íbúða við Mjóaveg við Spöng í Grafarvogi. Björn Traustason er hér lengst til hægri. Reykjavíkurborg Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Áætlað er að fyrsti áfangi Bjargs íbúðafélags, sjálfseignarstofnunar án hagnaðarmarkmiða, sem er bygging 1.400 íbúða, kosti um 42 milljarða króna. Þrjátíu prósent af þeirri upphæð verða fjármögnuð með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eftir standa 70 prósent, eða um 30 milljarðar. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir að þeir verði fjármagnaðir með lánsfé á almennum markaði. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), Haukur Hafsteinsson, segir vel koma til greina að lífeyrissjóðir skoði aðkomu að fjármögnun á leiguhúsnæði. „Það er frekar spurning um í hvaða formi það eigi að vera. Ég sé helst fyrir mér að lífeyrissjóðir komi sem lánveitendur eða hluthafar í slíkum félögum,“ segir Haukur og bendir þá til dæmis á Bjarg, sem stofnað var af BSRB og ASÍ. Að sögn Björns stendur þó ekki til að lífeyrissjóðirnir komi með hlutafé inn í fyrsta verkefni Bjargs sem er fjármagnað með stofnframlögum. „En þetta verkefni er með tekjumörkum og er því ekki fyrir alla,“ segir hann. Það þýðir að þeir einir geta hlotið úthlutun sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sem er skilgreind samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð um almennar íbúðir. „En við höfum verið að skoða það að vera með verkefni samhliða sem er leiguíbúðir án tekjumarka. Í því verkefni fengi Bjarg ekki stofnframlög og þá kemur til greina að lífeyrissjóðirnir eða verkalýðsfélögin komi inn sem hluthafar,“ segir Björn. Útboð á bréfum í fyrsta íbúðaleigufélaginu á markaði, Heimavöllum, fór fram í byrjun maí.„Það er svo sem ekkert leyndarmál að það var fyrst og fremst verðlagningin í því útboði sem réð því að við ákváðum að taka ekki þátt.“ Þar voru 750 milljón nýir hlutir seldir fyrir samtals rétt rúmlega 1,04 milljarða króna á útboðsgenginu 1,39 krónur á hlut. Gengi bréfanna byrjaði strax að lækka sama dag og bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni og við lokun markaða í gær var gengið 1,25. Augljóst var eftir útboðið að lífeyrissjóðirnir höfðu lítinn áhuga á að fjárfesta í félaginu. Einhverjir kynnu að hafa útskýrt áhugaleysið með því að mikil umræða hefur verið um Almenna leigufélagið og Heimavelli frá því að þau voru stofnuð. Sú umræða hefur að miklu leyti verið neikvæð. Haukur segir þó orðsporsáhættu ekki hafa valdið áhugaleysi síns lífeyrissjóðs. „Við metum alla þætti þegar að fjárfestingu kemur og eitt af því er orðsporsáhætta. En fyrst og fremst var það bara verðið. Þegar og þá af þeirri ástæðu ákváðum við að taka ekki þátt. Þannig að aðrir þættir komu ekki til skoðunar,“ segir Haukur. Á fundi, sem stéttarfélagið Efling stóð fyrir í fyrradag, sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur að lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu leigumarkaðar hér á landi. Ef lífeyrissjóðir og önnur félög og fyrirtæki, ýmist óhagnaðardrifin eða rekin í gróðaskyni, hasli sér völl á leigumarkaði skili það sér í jákvæðri samkeppni.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Heimavellir fá lungann af leiguíbúðalánunum Íbúðalánasjóður hefur veitt 18 milljarða króna af lánum vegna leiguíbúða. Skilyrði er að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó hafa 12 milljarðar verið lánaðir til félaga sem ekki teljast félagsleg. 1. júní 2018 08:00
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Tvö félög fá lóðir fyrir 260 nýjar íbúðir Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja samtals 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. 15. maí 2018 06:00