Fleiri fylgjandi Borgarlínu en andvígir Atli Ísleifsson skrifar 9. júlí 2018 10:28 Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Fréttablaðið/Ernir Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018. Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018.
Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira