Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 14:45 Utanaðkomandi var vísað frá svæðinu þegar björgunaraðgerðirnar hófust. Vísir/EPA Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira