Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 14:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir niðurstöðu Hafró viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson. Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. Þótt niðurstaða stofnunarinnar séu mikil vonbrigði muni fyrirtækin engu að síður halda til streitu umsóknum um aukið eldi sem nú séu til skoðunar hjá ýmsum stofnunum. Hafrannsóknarstofnun skilaði áhættumati vegna laxeldis í sjó fyrir um ári sem fiskeldisfyrirtækin vonuðu að stofnunin myndi endurskoða eftir samskipti við Hafró undanfarið ár. Stofnunin hefur hins vegar ákveðið að fyrra mat standi áfram sem þýðir að hún telur ekki ráðlegt að auka eldi á laxi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisstöðva, segir þessa niðurstöðu viðhalda þeirri óvissu sem verið hafi um frekari uppbyggingu laxeldis. „Þetta hefur þegar haft þau áhrif að fyrirtæki sem voru að undirbúa fjárfestingar í ljósi framtíðar uppbyggingar hafa slegið þeim á frest. Sem mun auðvitað hafa áhrif á atvinnusköpun og þess háttar í þessum byggðum,” segir Einar. Undanfarna mánuði hafi fiskeldisfyrirtækin unnið í góðri trú á grundvelli áhættumódels Hafró og að þau töldu í samstarfi við stofnunina að hugmyndum sem drægju úr hættu á að fiskur slyppi úr kvíum. Menn hafi því vonast eftir efnislegri niðurstöðu. „Við höfðum eðlilegar væntingar um að það myndi leiða til meiri framleiðsluheimilda en þarna er einfaldlega sagt pass eins og í spilunum. Þá komast menn ekkert lengra áfram.”Þýðir þetta að það er úti um áætlanir um frekari uppbyggingu og aukningu í eldi á þessum stöðum?„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er ljóst að þetta mun fresta öllum frekari ákvörðunum,” segir Einar. Hins vegar séu umsóknir um aukið eldi til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun og þeirri vinnu verði haldið áfram. Við vorum að vonast til þess að þarna hefðu menn fastara land undir fótum eftir að hafa farið í gegnum þetta áhættumat. Þess vegna eru þetta gífurleg vonbrigði fyrir okkur. En fyrst og fremst auðvitað hefur þetta áhrif fyrir einstök fyrirtæki og alveg sérstaklega þær byggðir sem höfðu haft réttmætar væntingar um uppbyggingu í fiskeldi,” segir Einar K. Guðfinnsson.
Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45