Sérstaki rannsakandinn bætir við saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 16:39 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42