Sérstaki rannsakandinn bætir við saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 16:39 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42