Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Unnið er að því að dæla vatni upp úr helliskerfinu. Vísir/EPA Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18