Hrafnhildur missti 30 kíló og sankar nú að sér milljónum áhorfa á YouTube Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2018 14:45 Myndbönd Hrafnhildar fjalla flest um lífsstíl og förðun. Vísir/Samsett Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér. Samfélagsmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hrafnhildur Rafnsdóttir, tvítugur í bókmenntafræðinemi, heldur úti YouTube-rásinni Cassidy‘s DIYs og hefur sankað að sér áskrifendum í tugþúsundatali. Samtals hefur verið horft á myndbönd Hrafnhildar, sem flest fjalla um lífsstíl og förðun, yfir sex milljón sinnum.Hrafnhildur Rafnsdóttir.Mynd/Aðsend„Þetta byrjaði allt á myndböndum sem ég gerði í kringum uppáhalds hljómsveitina mína, One Direction, á sínum tíma. Ég var ekkert að pæla í því sem ég var að gera, setti þetta bara á netið og hugsaði ekki um neinar tölur eða neitt,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi en hún hóf YouTube-ferilinn fimmtán ára gömul. Fyrst um sinn talaði Hrafnhildur ekkert í myndböndunum og sýndi heldur ekki á sér andlitið. Þegar vinsældirnar jukust hófu áskrifendur í auknum mæli að biðja hana að koma fram í mynd. Hrafnhildur varð á endanum við því og hóf auk þess að fjalla um annað en bara One Direction.Þyngdartapið vinsælt áhorfsefni Hrafnhildur missti 30 kíló fyrir nokkrum árum og fjallar eitt vinsælasta myndband hennar, sem hefur nú verið horft á tæplega 840 þúsund sinnum, um þyngdartapið. „Þá hugsaði ég alveg, ókei, vá, og gerði fleiri myndbönd í þeim dúr. Og það gekk vel en núna geri ég alls konar myndbönd, um förðun og lífsstíl og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur. Fleiri myndbönd úr smiðju Hrafnhildar hafa náð viðlíka vinsældum en tvö þeirra hafa sankað að sér yfir milljón áhorfum hvort.Þá deildi Hrafnhildur nafni sínu nýlega með áskrifendum sínum en hún hafði gengið undir dulnefninu Cassidy, og er rásin enn kennd við hana. „Ég faldi þetta alltaf frá Íslandi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði hjá Áttunni að þau hjálpuðu mér að íslenska þetta og færa út fyrir rammann,“ segir Hrafnhildur en myndbönd hennar hingað til hafa öll verið á ensku. Um næstu skref segir Hrafnhildur að hún hafi mörg járn í eldinum. Hún hóf nýverið störf hjá samfélagsmiðlahópnum Áttunni og skrifar á vef hópsins, attan.is, auk þess sem hún skrifaði undir samning hjá umboðsskrifstofunni Creative Artists Iceland fyrir skömmu. Þá séu spennandi hlutir í bígerð á YouTube-rásinni, Cassidy‘s DIYs.Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr smiðju Hrafnhildar. Þá má nálgast YouTube-rás hennar hér.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira