Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 11:58 Strákarnir á blaðamannafundinum sem nú fer fram. vísir/ap Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. Þeir hafi þó aldrei farið inn í helli áður og þá fóru þeir ekki þangað inn því einn strákanna átti afmæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir með þjálfaranum og strákunum tólf en þeir ræða nú við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að þeim bjargað úr hellinum í síðustu viku. Þar höfðu þeir dvalið í um tvær vikur en þeir komust ekki út úr hellinum vegna mikilla rigninga sem fylltu hellinn af vatni. Þjálfarinn sagði að þeir hefðu séð vatn koma inn í hellinn þegar þeir voru tiltölulega nýkomnir þangað inn. Þeir hafi þá íhugað að yfirgefa hellinn en komist að því á leiðinni til baka að þeir væru innilokaðir. „Við þurftum að synda, við getum allir synt. Það er ekki rétt að við séum ósyndir því eftir fótboltaæfingar þá syndum við,“ sagði Ake. Þeir hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því hversu vatnsyfirborðið myndi hækka mikið.Enginn matur, bara vatn Ake sagðist hafa fullvissað drengina um að þeir væru ekki týndir og að þeir myndu reyna að komast út með reipum. Þá reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum til að byrja með. „Ég sagði við þá að vera ekki hræddir því vatnið myndi minnka á morgun. Við sáum vatn leka meðfram veggjum hellisins og héldum okkur nálægt því. Á þeim tímapunkti vorum við ekki hræddir því við töldum að vatnsyfirborðið myndi lækka og að einhver myndi koma og bjarga okkur,“ sagði Ake. Hann kvaðst hafa reynt að halda drengjunum kátum og reynt að finna vatn úr veggjunum sem hægt væri að drekka. Það var hreint. „Við höfðum engan mat svo við drukkum bara vatn,“ sagði einn drengjanna. Útsendingu Sky frá blaðamannafundinum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Bein útsending: Tælensku drengirnir halda heim Tælensku drengirnir tólf sem fastir voru í helli í tvær vikur eru nú loks á heimleið. 18. júlí 2018 10:58