Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Rekstur Tesla hefur gengið brösulega og furðuleg tíst hans hafa ekki bætt úr skák. Vísir/getty Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni. Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing. Musk segir að hann hafi misst ásökunina út úr sér í bræðiskasti.Nonetheless, his actions against me do not justify my actions against him, and for that I apologize to Mr. Unsworth and to the companies I represent as leader. The fault is mine and mine alone.— Elon Musk (@elonmusk) July 18, 2018 Hinar furðulegu deilur Musk og Unsworth má rekja til björgunar tælensku fótboltadrengjanna tólf, sem festust í helli undir lok júnímánaðar. Til að aðstoða björgunarsveitir í aðgerðunum fékk Musk vísindamenn sína hjá Tesla til að útbúa kafbát, sem hann svo sendi til norðurhluta Tælands. Kafbáturinn kom ekki að notum, enda þótti hann stór og klunnalegur. Kafarinn Unsworth sagði þannig í samtali við fjölmiðla að Musk hafi mátt vita frá upphafi að kafbáturinn væri gagnslaus. Smíði hans litaðist því líklega af athyglissýki tæknitröllsins, sem hefur átt undir högg að sækja á síðustu misserum og þyrfti á jákvæðri umfjöllun að halda.Sjá einnig: Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“Musk brást ókvæða við ummælum kafarans. Hann sendi frá fjölmargar færslur á Twitter þar sem hann gangrýndi Unsworth og bætti við að kafbáturinn hans væri víst vandanum vaxinn. Hann lauk einu tístinu með því að kalla Unsworth barnaníðing - sem fór öfugt ofan í marga. Kafarinn sagðist sjálfur á dögunum ætla að sækja Musk til saka vegna ummælannna. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Bræðin hafi byrgt honum sýn. „Framkoma hans gegn mér réttlætir ekki framkomu mína gagnvart honum, á því biðst ég afsökunar,“ segir Musk. Hann segist hafa snöggreiðst því kafarinn hafi gefið í skyn að Musk hafi „stundað kynferðislegt athæfi með kafbátnum,“ eins og tæknifrömuðurinn orðar það. Til hvaða ummæla hann er að vísa er óljóst en ætla má að um sé að ræða hvatningu kafarans til Musk um að „troða kafbátnum þangað sem sólin skín ekki.“ Aðrir stjórnarmenn í Tesla taka afsökunarbeiðni Musk eflaust fagnandi enda féll hlutabréfaverðið í fyrirtækinum um 3,5 prósent eftir barnaníðingsummælin. Hluthafar hafa hvatt Musk til að gæta orða sinna á opinberum vettvangi til að sporna við öðru verðhruni.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. 16. júlí 2018 07:10