Mismunun skattheimtu af ferðamönnum Þórir Garðarsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar