Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:02 Kafarar gera sig tilbúna í björgunaraðgerðir í Tælandi. Fótboltastrákunum og þjálfara þeirra hefur nú öllum verið bjargað. Vísir/Getty Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29
Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31