Forstöðumenn íhuga málsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM vísir/vilhelm Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00