Aurinn gæti truflað laxveiði næstu árin Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Laxastiginn á myndinni er vita gagnslaus sökum vatnsleysis. Allt að þrjátíu metra lag af drullu er í gamla árfarveginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47