Tólf ára gömul með forsíðumyndina á mest lesna dagblaði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:15 Myndin sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins sést hér til vinstri en til hægri er Matthildur Embla ásamt litlu systur sinni Kolfinnu Kötlu. Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið. Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið.
Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira