Tunglið rautt á himni víða um jörð Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2018 12:00 Blóðmáni yfir Makedóníu í janúar. Vísir/EPA Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018 Vísindi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018
Vísindi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira