„Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2018 10:00 Sam Quek fagnar gullinu í Ríó 2016. vísir/getty „Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek. Aðrar íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
„Áður en við gengum út í rútu til að fara að keppa eyddum við tíma í að gera okkur klárar. Við löguðum hárið og settum á okkur farða því við vildum líta vel út. Við vorum fulltrúar okkar sjálfra og liðsins, en þegar út á völlinn var komið vorum við með svita í augunum, hráka í andlitinu og reyndum að vinna sama hvað það kostaði.“ Þetta segir hokkíspilarinn Sam Quek sem vann gull með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 í pistli á vef BBC um hvernig fjallað er um konur í fjölmiðlum innan sem utan vallar. Quek, sem er 27 ára gömul, segir að konur eigi að geta verið bæði „íþróttalegar“ og glæsilegar. Ekki þurfi að velja á milli og það er mikilvægt fyrir ungar stelpur í þróttum að átta sig á því.Sam Quek í hörku baráttu á Ól 2016.Er ekki fyrirsæta Kveikjan að pistlaskrifunum var þegar að hún sá fjallað um breska Ólympíulandsliðið í hokkí í einu dagblaði á Bretlandseyjum þar sem skrifað var stuttlega um hvern og einn leikmann. Þar var meðal annars nafn leikmannsins, aldur og dagvinna. Ein stúlka í liðinu er doktor í næringafræði, önnur er læknisnemi og enn önnur í lögfræði. Undir nafni Quek stóð einfaldlega: „Baðfata fyrirsæta.“ Fjallað var svo betur um kærastan hennar sem er fasteignamógull heldur en Quek sjálfa. „Mér fannst þetta mála þá mynd að ég væri ómenntuð. Eins og ég væri ekkert. Ég væri bara baðfata fyrirsæta og því væri betra að tala um makann minn,“ skrifar Quek ósátt en hún starfar alls ekkert sem fyrirsæta. „Ég sat fyrir í einni myndatöku fyrir Ólympíuleikana þar sem ég fagnaði fjölbreytileika kvenlíkamans. Mér fannst ég bæði vera íþróttaleg og glæsileg. En, þegar leitað var að nafni mínu á netinu var þetta fyrsta myndin sem kom upp af mér. Ég er ekki baðfata fyrirsæta en einhver sá þessa einu mynd og ákvað að svo væri,“ segir Quek.Quek er gríðarlegur stuðningsmaður Liverpool.vísir/gettyEkki fækka fötum Hún spyr í pistlinum hvers vegna ekki var fjallað um að hún væri með háskólagráðu eða að hún hefði spilað sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára gömul. Hún á líka áhugaverða sögu að baki því hún komst ekki í breska liðið fyrir ÓL 2008 né 2012 en barðist með kjafti og klóm fyrir sæti í liðinu á ÓL 2016 og stóð uppi með gullið ásamt stöllum sínum. „Hlutfall stelpna sem hætta ungar í íþróttum er svakalega hátt, sérstaklega í kringum fimmtán ára aldurinn. Það er alltaf þessi misskilningur í gangi að stelpur eru annað hvort íþróttalegar eða ekki. Ég vil meina að það sé hægt að vera bæði,“ segir Quek. „Konur þurfa ekki að vera titlaðar íþróttalegar eða glæsilegar. Það er hægt að vera bæði og það er mikilvægt að ungar stúlkur átti sig á því.“ Quek segist mjög meðvituð um að hún vilji ekki láta líta á sig sem kyntákn. „Þegar ég var að leita mér að umboðsmanni var einn sem talaði fyrst við mig um undirfata samninga. Hann vissi ekkert fyrir hvað ég stend. Konur þurfa ekki að fara úr fötunum til að verða farsælir íþróttamenn,“ segir Sam Quek.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira