Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 12:17 Þotan var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Þetta er ekki þotan sem var skotin niður. Vísir/Getty Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45