Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 15:03 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55