„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 20:00 Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira