Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. júlí 2018 13:20 Svandís Svavarsdóttir segir landspítalann hafa teygt sig í átt að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál. Vísir/Eyþór Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33