Einstakt samband Íslands og Grænlands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum. Grænland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur haldið úti öflugu skákstarfi á Grænlandi síðastliðinn fimmtán ár. Í dag var blásið til fögnuðar af því tilefni og gaman er að segja frá því að félagið hélt fyrsta skákmótið í sögu Grænlands árið 2003. Einstakt samband hefur myndast milli Íslands og Grænlands í gegnum skákfélagið Hrók og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Hugmyndin um samstarfið kom yfir óvenju góðum kaffibolla fyrir fimmtán árum síðan. Þá fóru nokkrir Hróksmenn til Grænlands og fundu það út að ekki var mikil skákmenning þar í landi. Róbert Lagerman, varaforseti Hróks, er vonum glaður með daginn og segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Í þessi fimmtán ár hefur verið farið nokkrum sinnum á ári og í það heila má telja um 70 ferðir. “Þetta snýst ekkert aðallega um skák, heldur líka vináttu og tengingu á milli landa. Svo okkur fannst tilvalið að heimsækja okkar næstu nágranna,” segir hann. Samstarfið hefur gengið vonum framar. Eftir nokkrar heimsóknir út þá var farið í að bjóða Grænlenskum börnum hingað til lands og kenna þeim að synda. Því fylgir mikil upplifun fyrir börnin enda samfélögin ólík að mörgu leyti. Börnin kippa sér til dæmis ekki upp við að sjá ísbirni á sínum heimaslóðum en þykir íslenski hesturinn alveg hreint stórundarlegur. “Byrjum á því að vera með skák, síðan hefur þetta undið upp á sig. Við höfum verið með tónlist og allskonar list, fatasöfnun og allt milli himins og jarðar. Síðan er það tengingin á milli landanna, rækta vinskap þessa nágranna þjóða,” segir hann. Hvað eruð þið að bjóða okkur upp á hér í dag? “Hér eru ljósmyndir frá ferðum okkar. Við leggjum mikið upp úr því að taka myndir og sýna það á netinu og hér uppi á vegg,” segir hann að lokum.
Grænland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira