Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 16:07 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum á Þingvöllum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi fyrst frétt af komu Kjærsgaard á fundi forsætisnefndar Alþingis í ágúst í fyrra. Fréttablaðið/ANTON BRINK Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bæði sat í forsætisnefnd fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Nefndin hefði verið upplýst um fyrirætlanir forseta Alþingis í ágúst á síðasta ári. Fréttastofa undir höndum minnisblað um þingfund á Þingvöllum frá 4. ágúst 2017. Í fjórða lið samantektarinnar um mögulegt skipulag þingfundarins segir: „Fulltrúi erlendra gesta (forseti danska þjóðþingsins?) flytur kveðjur (5 mín.).“Guðjón segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi í fyrsta skiptið viðrað hugmyndina um aðkomu Kjærsgaard án þess þó að hafa staðfestingu frá danska þinginu um að Kjærsgaard hefði tök á því að mæta. Hlutverk hennar í dagskránni var síðan formlega kynnt á vef Alþingis í apríl eins og fram hefur komið. Aðspurður hvort einhver nefndarmanna hefði hreyft við mótmælum þegar hugmyndin var fyrst viðruð í forsætisnefnd svarar Guðjón því til að hann reki ekki minni til þess. „Ég held bara að hið almenna andrúmsloft hafi verið þannig að menn hafi bara ekki kveikt á þessu fyrr en svona seint,“ segir Guðjón sem tekur fram að Steingrímur hafi ekki dregið dul á það hver ætti í hlut. „Ég held það hafi verið fullur vilji og það hefði verið ágætur flötur á því að velja einhverja aðra leið ef menn hefðu farið tímanlega í það en það er auðvitað lögð þessi áhersla á að þetta er forseti þingsins, það er embættið sjálft sem er í forgrunninum en ekki þessi persóna en menn hafa þó sett í forgrunninn í allri umræðunni,“ segir Guðjón.Sú gagnrýni sem hefur verið uppi varðandi aðkomu Kjærsgaard snertir helst sjónarmið Íslendinga sem eru af erlendum uppruna og að það sé kannski ekki auðvelt að aðskilja annars vegar embætti Kjærsgaard og hins var persónu hennar og þá pólitík sem hún stendur fyrir og þá sér í lagi þegar um að ræða hátíð sem eigi að vera fyrir alla Íslendinga.„Jú já, menn geta ekki skilið þetta í sundur sem er kannski bara eðlilegt en svona er nú þetta. Þetta var rætt á nokkrum fundum en ég held að hann hafi ekki dregið dul á hver þetta væri, enda á það svo sem að vera öllum mönnum ljóst hver forseti þingsins er.“Hefðir þú gert athugasemdir ef þú hefðir „kveikt á perunni“?„Ég er náttúrulega undir sömu sök og aðrir með þetta, ég hefði auðvitað átt að vita og vissi hver þessi manneskja var en ég var einhvern veginn þarna á því að þetta væri forseti þingsins og úr því að það væri ákveðið að bjóða forseta þingsins að þá yrði svo að vera. En ég hefði auðvitað kosið að persóna með annan bakgrunn, sem kynnti önnur sjónarmið í þessum efnum, hefði komið. Ég held að það hefði verið hægt ef menn hefðu bara tekið umræðuna fyrr.“ Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bæði sat í forsætisnefnd fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Nefndin hefði verið upplýst um fyrirætlanir forseta Alþingis í ágúst á síðasta ári. Fréttastofa undir höndum minnisblað um þingfund á Þingvöllum frá 4. ágúst 2017. Í fjórða lið samantektarinnar um mögulegt skipulag þingfundarins segir: „Fulltrúi erlendra gesta (forseti danska þjóðþingsins?) flytur kveðjur (5 mín.).“Guðjón segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi í fyrsta skiptið viðrað hugmyndina um aðkomu Kjærsgaard án þess þó að hafa staðfestingu frá danska þinginu um að Kjærsgaard hefði tök á því að mæta. Hlutverk hennar í dagskránni var síðan formlega kynnt á vef Alþingis í apríl eins og fram hefur komið. Aðspurður hvort einhver nefndarmanna hefði hreyft við mótmælum þegar hugmyndin var fyrst viðruð í forsætisnefnd svarar Guðjón því til að hann reki ekki minni til þess. „Ég held bara að hið almenna andrúmsloft hafi verið þannig að menn hafi bara ekki kveikt á þessu fyrr en svona seint,“ segir Guðjón sem tekur fram að Steingrímur hafi ekki dregið dul á það hver ætti í hlut. „Ég held það hafi verið fullur vilji og það hefði verið ágætur flötur á því að velja einhverja aðra leið ef menn hefðu farið tímanlega í það en það er auðvitað lögð þessi áhersla á að þetta er forseti þingsins, það er embættið sjálft sem er í forgrunninum en ekki þessi persóna en menn hafa þó sett í forgrunninn í allri umræðunni,“ segir Guðjón.Sú gagnrýni sem hefur verið uppi varðandi aðkomu Kjærsgaard snertir helst sjónarmið Íslendinga sem eru af erlendum uppruna og að það sé kannski ekki auðvelt að aðskilja annars vegar embætti Kjærsgaard og hins var persónu hennar og þá pólitík sem hún stendur fyrir og þá sér í lagi þegar um að ræða hátíð sem eigi að vera fyrir alla Íslendinga.„Jú já, menn geta ekki skilið þetta í sundur sem er kannski bara eðlilegt en svona er nú þetta. Þetta var rætt á nokkrum fundum en ég held að hann hafi ekki dregið dul á hver þetta væri, enda á það svo sem að vera öllum mönnum ljóst hver forseti þingsins er.“Hefðir þú gert athugasemdir ef þú hefðir „kveikt á perunni“?„Ég er náttúrulega undir sömu sök og aðrir með þetta, ég hefði auðvitað átt að vita og vissi hver þessi manneskja var en ég var einhvern veginn þarna á því að þetta væri forseti þingsins og úr því að það væri ákveðið að bjóða forseta þingsins að þá yrði svo að vera. En ég hefði auðvitað kosið að persóna með annan bakgrunn, sem kynnti önnur sjónarmið í þessum efnum, hefði komið. Ég held að það hefði verið hægt ef menn hefðu bara tekið umræðuna fyrr.“
Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00