Fjólublái molinn í Quality Street boxinu, sem við Íslendingar höfum vanalega kallað Mackintosh, er vinsælastur meðal bresku þjóðarinnar. Þetta leiddi könnun YouGov í ljós.
Alls sögðu 37 prósent af 2.045 manna úrtaki að þeim þætti fjólublái molinn bestur. Græni þríhyrningurinn og bronslitaði karamellumolinn komu næstir með ríflega fjórðung svarenda. Þar á eftir komu rauði jarðarberjamolinn, appelsínuguli molinn með appelsínufyllingunni og græni mjólkursúkkulaðibitinn.
Á botninum var blái kókosmolinn en aðeins um þrettán prósent sögðu hann í uppáhaldi. Næst fyrir ofan með sextán prósent svarenda var karamelluskildingurinn.
Fjólublár moli er vinsælastur
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
