Enginn við stýrið Hörður Ægisson skrifar 20. júlí 2018 10:00 Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun