Facebook lokar reikningum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 17:51 Facebook hefur verið sakað um að taka gervireikninga og síður ekki nógu föstum tökum. Vísir/AP Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48