Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu. Vísir/Stefán Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira