VAR Pepsimarkanna hefur talað: Óskar Örn skoraði mark á Kópavogsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 17:45 Tölvutækni Pepsimarkanna sýnir boltann vel fyrir innan línuna S2 Sport Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30
Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45