Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2018 21:36 Ísraelsmaður fluttur á sjúkrahús. Vísir/AP Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira