Bölvuð kaldhæðnin G. Pétur Matthíasson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bölvuð Vegagerðin Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar