Segir ökumenn skynsamari en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:32 Þung umferð hefur verið um land allt í dag þar sem landsmenn snúa heim eftir ferðalög helgarinnar. Veðurfar hefur haft áhrif á umferð sem annars hefur gengið vel. Búist er við þungri umferð um land allt fram eftir kvöldi. En landsmenn eru margir hverjir á heimferð eftir ferðalög helgarinnar. Fjölmennust var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem um 15 þúsund manns komu saman og hefur verið þung umferð frá Landeyjarhöfn en fyrsta ferð með Herjólfi fór klukkan 2 í nótt og verða sigldar ellefu ferðir í dag. Löng röð hefur myndast á bryggjunni þar sem þjóðhátíðargestir bíða ólmir eftir að komast um borð. Að frátöldu umferðarslysi á Suðurlandinu á föstudag hefur umferðin gengið vel að sögn Samgöngustofu. Þá hafa ferðalangar verið varir við hvassviðri víða um land, sér í lagi á Suðurlandi. Lítið hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en hún hefur verið meiri í höfuðborginni. Annars má segja að flóð í Skaftá og hvassviðri hafi haft áhrif á umferð um verslunarmannahelgina en miklar vindhviður eru á sunnanverðu landinu og sumstaðar hafa þær farið upp í 28 m/s. Hildur Guðjónsdóttir, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir ökumenn almennt skynsamari, upplýstari og þolinmóðari í umferðinni en áður. „Þessi helgi er að koma mjög vel út í samanburði við síðastliðnar helgar. Eftirlit lögreglu hefur verði mjög gott og öflugt. Fólk sýnir mikla skynsemi á vegum landsins. Margir tóku sig til og lögðu fyrr af stað í gær til að forðast hvassviðri og erum við gríðarlega ánægð með það,“ segir Hildur Guðjónsdóttir. Samgöngur Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þung umferð hefur verið um land allt í dag þar sem landsmenn snúa heim eftir ferðalög helgarinnar. Veðurfar hefur haft áhrif á umferð sem annars hefur gengið vel. Búist er við þungri umferð um land allt fram eftir kvöldi. En landsmenn eru margir hverjir á heimferð eftir ferðalög helgarinnar. Fjölmennust var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem um 15 þúsund manns komu saman og hefur verið þung umferð frá Landeyjarhöfn en fyrsta ferð með Herjólfi fór klukkan 2 í nótt og verða sigldar ellefu ferðir í dag. Löng röð hefur myndast á bryggjunni þar sem þjóðhátíðargestir bíða ólmir eftir að komast um borð. Að frátöldu umferðarslysi á Suðurlandinu á föstudag hefur umferðin gengið vel að sögn Samgöngustofu. Þá hafa ferðalangar verið varir við hvassviðri víða um land, sér í lagi á Suðurlandi. Lítið hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en hún hefur verið meiri í höfuðborginni. Annars má segja að flóð í Skaftá og hvassviðri hafi haft áhrif á umferð um verslunarmannahelgina en miklar vindhviður eru á sunnanverðu landinu og sumstaðar hafa þær farið upp í 28 m/s. Hildur Guðjónsdóttir, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir ökumenn almennt skynsamari, upplýstari og þolinmóðari í umferðinni en áður. „Þessi helgi er að koma mjög vel út í samanburði við síðastliðnar helgar. Eftirlit lögreglu hefur verði mjög gott og öflugt. Fólk sýnir mikla skynsemi á vegum landsins. Margir tóku sig til og lögðu fyrr af stað í gær til að forðast hvassviðri og erum við gríðarlega ánægð með það,“ segir Hildur Guðjónsdóttir.
Samgöngur Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40
Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38