Ástralska leikkonan Rebel Wilson var stödd á Íslandi yfir verslunarmannahelgina. Hún birti myndbönd og myndir af ferðum sínum á Instagram síðu sinni í gær og í dag.
Sjá einnig: Rebel Wilson á íslenskum jökli
Sígildi slagarinn „Cold as Ice“ eftir hljómsveitina Foreigner hljómar undir myndbandinu af Wilson uppi á jökli og leikur hún sér að orðum á kómískan hátt þegar hún skrifar „Cold as Iceland“ undir myndbandið.
Wilson var á ferð um Suðurlandið og kom meðal annars við í Kerinu og á Þingvöllum ásamt vinum sínum.
Í dag birti hún bráðskemmtilegt myndband af sér á snjósleða þess á milli sem hún borðaði vínarbrauð eins og þekkjast í íslenskum bakaríum.