Óvæntur sigur Henry Cejudo á Demetrious Johnson Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. ágúst 2018 06:35 UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Henry Cejudo náði ansi óvæntum sigri á Demetrious Johnson og T.J. Dillashaw varði titilinn sinn. Það er kominn nýr meistari í fluguvigt UFC. Fyrir bardagakvöldið í nótt hafði aðeins einn maður haldið titlinum í fluguvigt en nú hefur Henry Cejudo ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Sigursælasti meistari í sögu UFC, Demetrious Johnson, tapaði fyrir Henry Cejudo í nótt eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var gríðarlega jafn og taktískur en Cejudo fór með sigur af hólmi. Cejudo er þar með fyrsti maðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og titil í UFC. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Johnson í fluguvigt og fyrsta tap hans síðan í október 2011. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra endaði með rothöggi í 2. lotu Dillashaw í vil og var það sama uppi á teningnum í þetta sinn. Er þeir skiptust á höggum í 1. lotu vankaðist Garbrandt og tókst Dillashaw að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Garbrandt reyndi allt sem hann gat til að þrauka en Dillashaw var of öflugur. Þar með hefur Dillashaw klárað Garbrandt tvisvar á tæpu ári og þarf ansi margt að breytast til að Garbrandt fái annað tækifæri á titlinum á meðan Dillashaw er meistari. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Henry Cejudo náði ansi óvæntum sigri á Demetrious Johnson og T.J. Dillashaw varði titilinn sinn. Það er kominn nýr meistari í fluguvigt UFC. Fyrir bardagakvöldið í nótt hafði aðeins einn maður haldið titlinum í fluguvigt en nú hefur Henry Cejudo ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Sigursælasti meistari í sögu UFC, Demetrious Johnson, tapaði fyrir Henry Cejudo í nótt eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var gríðarlega jafn og taktískur en Cejudo fór með sigur af hólmi. Cejudo er þar með fyrsti maðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og titil í UFC. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Johnson í fluguvigt og fyrsta tap hans síðan í október 2011. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra endaði með rothöggi í 2. lotu Dillashaw í vil og var það sama uppi á teningnum í þetta sinn. Er þeir skiptust á höggum í 1. lotu vankaðist Garbrandt og tókst Dillashaw að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Garbrandt reyndi allt sem hann gat til að þrauka en Dillashaw var of öflugur. Þar með hefur Dillashaw klárað Garbrandt tvisvar á tæpu ári og þarf ansi margt að breytast til að Garbrandt fái annað tækifæri á titlinum á meðan Dillashaw er meistari. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjá meira
Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. 4. ágúst 2018 17:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn