Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Verkefnið er umdeilt innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32
ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30
Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45