Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:58 Ætla má að þessir viðskiptavinir hafi keypt iPhone X ef marka má sölutölur síðasta fjórðungs. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira