Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins fagna fyrir utan kosningamiðstöð í höfuðborginni. Vísir/AFP Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10