Neytendum stafar ekki hætta af eiturefni í morgunkorni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:57 Efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios. Vísir/getty Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum. Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum.
Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48